














Heilbrigður lífsstíll í hverri sendingu: ferskir ávextir og grænmeti fyrir heimili, *vinnustaði og veitingastaði.

Kassar í vikulegri áskrift
Hægt er að panta í eitt stakt skipti eða velja á milli áskriftarleiða
Upprunalegi FoodCoop kassinn
Þetta er upprunalegi kassinn og er í miklu uppáhaldi hjá fólki - okkar sérgrein. Kassi fullur af öllu því nauðsynlegasta sem þú þarft til að komast í gegnum vikuna - blanda af lífrænum ávöxtum og grænmeti með * sveppum og salati. Hafðu ísskápinn fullan og haltu vítamínbirgðunum uppi.

Vika 18
Lífrænn hvítur aspas ES
Lífrænar radísur DK
Lífrænt toppkál ES
Lífrænt steinseljurót DK
Lífrænar sætar kartöflur PT
Lífrænt eggaldin ES
Lífrænir tómatar ES
Lífrænt rómainsalat DK
Shiitake sveppir NL
Lífrænn engifer PE
Lífrænn hvítlaukur ES
Lífrænt avókadó ES
Lífræn vatnsmelóna ES
Lífrænt mangó PE
Lífrænt lime BR
Lífræn ástaraldin ES
Lífrænar Anjou perur ARG
Grænmetiskassi
Ekki mikill ávaxtaunnandi en þráir samt vikulegan skammt af lífrænni hollustu? Þá er þessi kassi það sem þú er að leita að - kassi af blönduðu grænmeti með smá salati að auki.

Vika 18
Lífrænn hvítur aspas ES
Lífrænar radísur DK
Lífrænt toppkál ES
Lífræn steinseljurót DK
Lífrænar sætar kartöflur PT
Lífrænt eggaldin ES
Lífrænir tómatar ES
Lífrænt rómainsalat DK
Shiitake sveppir NL
Lífrænn engifer PE
Lífrænn hvítlaukur ES
ÁvaxtaKassi
Ert þú að leita eftir vítamínum? Ekki leita langt yfir skammt. *Þessi kassi er yfirhlaðinn hollustu, fullur af blönduðum lífrænum ávöxtum til að halda þér gangandi sama hvernig viðrar.

Vika 18
Lífræn epli (DK)
Lífræn appelsína (ES)
Lífrænt avókadó (ES)
Lífræn vatnsmelóna (ES)
Lífrænt mangó (PE)
Lífrænt lime (BR)
Lífrænn ástaraldin (ES)
Lífrænar Anjou perur (ARG)
Þú getur einnig skoðað úrvalið í vefverslun okkar og sett saman pöntun að eigin vali!
SAGAN okkar - frá Seyðisfirði til Reykjavíkur
Sagan okkar hefst veturinn 2019 á Seyðisfirði. Þar kviknaði hugmyndin um að flytja ferskar vörur til Íslands með Norrænu (ferjunni). Þrátt fyrir áfallið sem varð þegar gríðarlegt skriðufall féll á bæinn og m.a. á vöruhúsið okkar veturinn á eftir, þá höfum við haldið áfram að stækka hóp ánægðra viðskiptavina okkar til dagsins í dag.

Vegna vaxandi eftirspurnar eftir heilbrigðum* lífsstíl og þar af leiðandi heilbrigðum vörum sem við flytjum inn, ákváðum við að flytja á þægilegri stað á Granda í Reykjavík þar sem við getum afgreitt viðskiptavini okkar hraðar og skipulag og framkvæmd er auðveldari. Við höldum þó Austfjörðunum í hjörtum okkar og vinnum náið með Smyril Line til að halda sendingunum ferskari en nokkru sinni fyrr.
Sama hvernig viðrar - við stöndum við afhendingartíma hvar sem þú ert á landinu.






