top of page

Algengar spurningar

Hér eru svör við algengum spurningum. Ef þú ert enn óviss um eitthvað eða hefur fleiri spurningar geturðu annað hvort haft samband við okkur beint með því að smella á tengiliðahnappinn hér að neðan eða í gegnum spjallið á vefsíðunni í hægra horninu.

grasker.png
shroom.png
salat.png

Hvert sendum við?

Við sendum til flestra staða á Íslandi. Ef póstnúmerið þitt kemur ekki fram sem valkostur við lok pöntunarferlisins hafðu samband við okkur og við finnum lausn!

Hvað kosta áskriftarkassarnir?

Venjulegt verð á kassanum er 10200 kr á kassa án sendingar. Við bjóðum einnig upp á mismunandi áskriftir þ.e. vikulega og á tveggja vikna fresti með 15%, 10% og 5% afslætti. Þú getur séð meira hér.

Hvernig greiði ég fyrir pöntunina mína?

Greitt er fyrir pantanir í vefverslun með kreditkorti við lok pöntunar.

Fyrir áskriftarkassa munum við skuldfæra á kortið þitt vikulega, rétt áður en við sendum kassann þinn, þar til áskriftin rennur út.

Hvenær fæ ég pöntunina mína afhenta? 

Kassarnir eru útbúnir og sendir af stað á miðvikudögum og afhentir daginn eftir eða í síðasta lagi á föstudag, allt eftir staðsetningu og veðurskilyrðum.

Hvaða sendingarmöguleikar eru í boði?

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval sendingarmöguleika þar sem öll geta fundið þann sem hentar. Þú getur séð sendingarmöguleikana okkar hér.

Get ég pantað í heildsölu?

Já, við höfum verið að vinna með veitingastöðum um allt land. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst til að panta fyrir veitingastaðinn þinn eða til að óska eftir að fá sendan vörulista vikulega.

Ættum við að geyma tómu kassana okkar eða endurvinna þá?

Flestir afhendingarstaðir geta tekið við þeim fyrir okkur, en vinsamlegast gakktu fyrst úr skugga um það við þá þjónustuaðila beint. Annars hvetjum við þig til að endurvinna kassann þinn.

Er allt lífrænt?

Við pöntum eins mikið af lífrænum afurðum og við getum, en hver kassi inniheldur nokkrar hefðbundnar gæðavörur fyrir bragð og í takt við þroska, árstíð og trausta framleiðendur þeirra.*

Hvaðan koma vörurnar?

Flestar vörurnar eru fengnar beint frá býlum í Evrópu með lífræna framleiðslu. Algengast er að vörurnar komi frá Danmörku, Hollandi og Spáni. Sumt meira framandi  grænmeti og ávextir fáum við senda frá Suður- og Mið-Ameríku. 

Hvernig eru skilareglurnar ykkar?

Smelltu hér til að sjá skilmála okkar um skilarétt. 

bottom of page