top of page

Skilmálar

Afgreiðsla og afhending pantana


Pantanir úr vefverslun eru teknar til um leið og ferskvaran kemur á lager. Hún fer svo í afhendingarferli samdægurs.
Í kaupferlinu velja viðskiptavinir á milli þess að fá pöntun senda með Samskip eða að sækja á kælistöðvar Pikkoló eða í vöruhúsið á Granda. Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram og er sendingarkostnaður skv. gjaldskrá viðeigandi flutningsaðila. Engin sendingarkostnaður bætist við ef pöntun er sótt í vöruhúsið okkar.
FoodCoop ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því hún er send úr vöruhúsi og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.




Verð

Verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Verði mistök við verðskráningar á vörum í vefverslun sem eru þess eðlis að viðskiptavini má vera ljóst að um augljós mistök sé að ræða, áskilur FoodCoop sér rétt til að falla frá afgreiðslu á pöntun og endurgreiða viðskiptavini án tafar.
Verð í vefverslun eru með 11% virðisaukaskatti. 

Greiðslumáti


Vefverslun Food-Coop býður upp á greiðslur með debet- og kreditkortum. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu *. 
Einnig er í boði að greiða með millifærslu.
Ef greitt er með millifærslu fær viðskiptavinur greiðsluupplýsingar sendar í tölvupósti. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur farið gengið í gegn og staðfesting borist frá kaupanda á tölvupóstfangið foodcoop@foodcoop.is




Ágreiningur


Komi upp ágreiningur á milli seljanda og kaupanda leggur seljandi sig fram um að leysa þau mál af kostgæfni. Að öðrum kosti bendir seljandi kaupanda á að leita sér upplýsinga hjá Neytendasamtökunum.

bottom of page